Aðalfundur
Aðalfundur Badmintondeildar var haldin þriðjudaginn 21 janúar. Stefán Már Jónasson formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna. Fundarstjóri var kosinn Kristján Þór Karlsson og stakk hann uppá fundarritara Ásdísi Júlíusdóttur sem samþykkt var samhljóða. Stefán Már flutti skýrslu stjórnar og fór yfir störf deildarinnar á liðnu ári. Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri kom svo næst í pontu og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu deildarinnar. Einar Haraldson formaður Íþrótta og Ungmennafélags Keflavíkur kom í pontu og fór nokkrum orðum um skýrslu stjórnar og reikninga. Fundarstjóri bar svo upp reikninga deildarinnar til samþykktar og voru þeir samþykktir einróma. Næst var komið að kosningu formanns, Stefán Már gaf ekki kost á sér til áfram haldandi formensku. Aðeins Kristján Þór Karlsson hafði tilkynnt framboð og var því sjálfkjörinn. Aðrir í stjórn voru kosnir Jónas G Þorsteinsson, Dagbjört Ýr Gylfadóttir,Stefanía S Kristjánsdóttir og Stefán Már Jónasson í varastjórn voru kostnar Ásdís Júlíasdóttir og Lilja Karlsdóttir. Fundarstjóri gaf næst orðið laust undir liðnum önnur mál kom þá í pontu Einar Haraldsson og óskaði formanni og nýkjörinni stjórn til hamingju, fór hann svo yfir væntanleg landsmót á komandi sumri og hvatti menn til að mæta. Fundastjóri þakkaði fráfarandi formanni hans störf og Ásdísi Júlíusdóttur sem eignig lætur af störfum sem ritari þakkaði hann líka sem og fundargestum komuna og sleit svo fundi.