Fréttir

Badminton | 27. janúar 2007

Aðalfundur

Aðalfundur badmintondeildarinnar var haldinn í dag 27. janúar kl: 11:00. Á fundinn mættu frekar fáir, hefðu mátt vera fleiri. En þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Kosinn var nýr formaður Ingunn Gunnlaugsdóttir. Sesselja Birgisdóttir gaf ekki kost á sér. Stjórn var svo endurkosin með einni breytingu inn kom Guðmunda Róbertsdóttir. Mörg krefjandi  verkefni bíða nýrrar stjórnar. Sveinn Adolfsson mætti fyrir hönd aðalstjórnar og óskaði hann nýjum formanni velfarnaðar og þakkaði Sesselju vel unnin störf.