Fréttir

Badminton | 25. janúar 2008

Aðalfundur Badmintondeildar Keflavíkur

Aðalfundur Badmintondeildar Keflavíkur verður haldin laugardaginn 26 janúar kl. 13.00 í K-húsinu við Hringbraut. Dagskrá aðalfundar, skýrsla stjórnar, reikningar og venjuleg aðalfundarstörf, kosning formanns, stjórnar, varastjórnar og skoðunnarmanna reikninga. Eru allir félagar og forráða menn iðkenda hvattir til að mæta. Ekki er verra ef einhverjir foreldrar eru tilbúnir til stjórnarstarfa, nóg er að mæta og láta vita af slíkum vilja. Kaffi og kökur í fundarhléi. Fjölmennum nú og sýnum samstöðu.

kveðja stjórn badmintondeildarinnar