Badminton fréttir
Ágætu badminton iðkendur og áhugafólk um badminton, eins og þið hafið tekið eftir hafa ekki verið auglýstar neinar æfingar á vegum badmintondeildarinnar. Ástæður fyrir því eru nokkrar, en fyrst má telja að ekki tókst að fá þjálfara til að annast kennslu. Og annað hitt að á síðasta tímabili fækkaði iðkendum all nokkuð. Og eftirgrennslan gaf ekki til kynna að mikil aukning yrði á haustmánuðum. Það var því tekin ákvörðun af stjórn deildarinnar að hefja ekki æfingar á haustdögum heldur reyna að koma öflug inn um áramót. Sú hugmynd kviknaði að kannski væru einhverjir áhugasamir sem vildu eða langaði að spila badminton þó ekki væri undir handleiðslu þjálfara, heldur yrði leiðbeinandi viðstaddur, og var þá hugsað til þess að iðkendur gætu komið saman einu sinni í viku. Og þá allir aldurshópar saman. Ef af þessu verður er nauðsynlegt að við í stjórninni fáum að vita hug ykkar til þess að mæta á slíka æfingu því við verðum að ná þó nokkrum hóp saman til að þetta geti gengið. Það er því alveg bráðnauðsynlegt að allir þeir sem áhuga hefuð á að mæta hefðu samband og þá ekki seinna en strax með tölvupósti, þar sem menn létu vita af sér. Senda skal tölvupóst á netfangið dagbjort01@simnet.is . Þið verðið að láta í ykkur heyra með hvenær ykkur best hentaði að fá svona tíma í Heiðarkóla á Laugardögum eftir hádegi. Nú er nauðsyn að bregðast fljótt við, því annars getur ekkert orðið af æfingum fyrripart vetrar. Svona til upplýsinga þá stendur enn til að halda byrjendamótið hér hjá okkur í október lok eins og verið hefur undanfarinn ár. Nú er þörf á skjótum viðbrögðum og vera búinn að svara fyrir sunnudaginn 16. September. Og munið að til þess að þetta geti orðið þurfum við að ná þó nokkrum fjölda. Stjórn badmintondeildarinnar mun svo strax og ljóst er með niðurstöðu, tilkynna hér inni um hvað verður.
Með kveðju
f.h. badmintondeildarinnar
Dagbjört Ýr Gylfadóttir