Fréttir

Badminton | 27. desember 2007

Badmintonmaður ársins

Þá er komið að því að þjálfari tilnefni badminton mann ársins 2007. Þetta hefur verið gert og var það opinberað í K-húsinu þann 27 desember. Að þessu sinni var það Margrét Vala Kjartansdóttir sem hlaut þennan titil, og óskar stjórn badmintondeildarinnar henni til hamingju með árangurinn. Með þessu tryggði hún sér þátttöku í kjöri til íþróttamanns Reykjanesbæjar.