Fréttir

Badminton | 7. apríl 2011

Ferð til Þolákshafnar

Sunnudaginn 3. apríl fór deildin til Þorlákshafnar á æfingu hjá Badmintondeildinni Þór.  Frá Keflavík voru 6 iðkendur  og báðir þjálfarnir.  Æfingin byrjaði kl 12.00 og var til 14.30, eftir æfingu fóru allir í sund.  Þegar sundinu lauk fengum við okkur pizzu í boði deildarinnar, lagt var af stað heim kl. 16.00.

Fyrir hönd deildarinnar vil ég þakka krökkunum fyrir kurteisi og foreldrunum sem komu með fyrir alla þá hjálp sem þeir veittu okkur.  TAKK

Einnig vil ég þakka stjórn og þjálfara Þórs á Þorlákshöfn fyrir góðar móttökur.  Einnig má nefna þakkir til starfsfólks sundmiðstöðvarinnar fyri góðar viðtökur, þau gáfu okkur frítt í sund.

K.V.

Jónas Þorsteinsson

Formaður