Fréttir

Badminton | 2. janúar 2009

Gleðilegt ár

Þá er nýtt ár runnið upp og vill stjórn badmintonarinnar óska öllum iðkendum og velunnrum gleðilegs árs. Vill stjórnin líka bjóða nýjan þjálfara Hólmstein Þór Valdimarsson velkominn til starfa á nýju ári, æfingar byrja mánudaginn 5 janúar í íþrótttahúsinu heiðarskóla kl 16:00-17:00 og í íþróttahúsinu í akurskóla þriðjudaginn 6 janúar kl 16:00-17:00. Vonumst við til að sjá sem flesta iðkendur jafn nýja sem gamla hressa og káta eftir fríið. Vill stjórnin óska Kareni Guðnadóttir til hamingju með titilinn íþróttamaður deildarinnar 2008. Hægt er að innrita nýja iðkendur á æfingum á næstu æfingum hjá gjaldkera deildarinnar, til að innrita verða foreldrar eða forræðamenn koma og innrita börnin.