Fréttir

Badminton | 29. ágúst 2007

Innritun

Innritun hjá Badmintondeildinni verður í K-húsinu við Hringbraut 108 þann 3 sept kl:15:00-17:00. Vonumst til að sjá sem flesta bæði nýja sem eldri iðkendur. Æskilegt er að foreldrar/forráðamenn mæti til að innrita iðkendur og gangi frá greiðsluformi fyrir tímabilið. Sami þjálfari verður hjá okkur í vetur sem fyrri vetur (Skúli Sigurðsson), vonandi verður gaman í vetur hjá iðkendum bæði við iðkun og leik. :)