Fréttir

Badminton | 28. maí 2010

Lokahóf

Lokahófið var haldið hjá deildinni þann 19 maí þar komu saman stjórn, þjálfari, iðkendur og foreldrar. Vonandi höfðu allir gaman af. Á lokahófinu voru veittar viðurkenningar fyrir veturinn í yngri hópnum fengu krakkarnir Inga Steinunn fyrir bestu framfarir, Pétur Loftur Árnason fyrir bestu mætingu og Ísabella Kjartansdóttir fyrir besti spilarinn. Í eldri hópnum fengu krakkarnir Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir fyrir bestu framfarir, Eyjólfur Björgvinnsson fyrir bestu mætingu og Stefán Már Jónasson fyrir besti spilari. Verðlaunagripirnir  voru gefnir af formanni deildarinnar Jónasi Þorsteinssyni eins og undan farin ár og viljum við þakka honum fyrir gott framlag til deildarinnar. Að lokum vil ég koma því á framfæri að Isabella Kjartansdóttir er fjórði besti badmintonspilari á landinu í undir 11 ára aldrinum og er það frábær árángur hjá henni og vill stjórninn óska henni til hamingju með það.