Fréttir

Badminton | 23. febrúar 2007

Mót

Badmintonmót.

Síðastliðinn sunnudag þann 18 febrúar var haldið badmintonmót á vegum Ungmennafélagsins þórs í Þorlákshöfn. Þátttakendur komu frá flestum badmintonfélögum landsins. Þarna var keppt í aldursflokkum 17 ára og yngri. Badmintondeild Ungmenna og Íþróttafélags Keflavíkur sendi 10 þátttakendur á þetta mót. Og gekk þeim mjög vel, komu heim með alls 9 verðlaunapeninga fyrir hinar ýmsu greinar.

Hér á eftir kemur árangur okkar keppenda í þessu móti.

Í flokki u-17 hlaut Sylvía Dögg ? silfur verðlaun í tvíliðaleik en meðspilari hennar kom frá Akranesi. Í flokki u-15 hlaut Karen ? silfur í einliðaleik og í flokki u-13 hlaut Elvar ? gull í einliðaleik.

Í aukaflokkum fengu þessi verðlaun, í u-15 hlaut Margrét Vala ? silfur í einliðaleik og í flokki u-13 hlutu Lilja María ? gull í einliðaleik Róbert ? silfur í einliðaleik og svo Helga ? sem hlaut gull í tvíliðaleik með meðspilara frá Hamri Hveragerði, og þær Lilja María ? og Andrea Lind ? hlutu silfur verðlaun í tvíliðaleiknum.

Þó nokkuð margir foreldra fylgdu keppendum á mót þetta sem fór í alla staði vel fram og höfðu af því hina bestu skemmtun. Fararstjóri var Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri badmintondeildarinnar. Stjórn badmintondeildarinnar óskar þátttakendum til hamingju mér frábæra framistöðu.