Fréttir

Badminton | 28. október 2010

Opnunarhátið

þann 19. október var formleg oppnun á nýrri og frábærri aðstöðu alla íþróttadeilda ungmenna og íþróttafélags Keflavíkur, í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þarna fá allar deildir og aðalstjórn hjá K-inu aðstöðu sem er alveg frábær. Badmintondeildin deilir skrifstofuaðstöðu með Taekwondo og er það vel. Og mikil tilhlökkun að fá að njóta nýrrar aðstöðu, einnig fær deildin sína aðstöðu til að geyma sína hluti. Viðstaddir þessa opnunarhátið fyrir hönd badmintondeildarinnar voru formaður Jónas Þorsteinsson gjaldkeri Dabjört Ýr Gylfadóttir, meðstjórnendur Stefanía S. Kristjánsdóttir og Birna P. Sigurgeirsdóttir og varastjórnendur Stefán Jónasson og Kristján Þór Karlsson ásamt endurskoðanda deildarinnar Ásdísi Júlíusdóttur sem jafnframt er í varastjórn. Einar Haraldsson hélt ávarp og síðan tók Árni Sigfússon bæjarstjóri til máls. Til skemmtunar var svo hljóðfæraleikur þeirra bræðra Baldurs og Júlíusar Rúnarssona Baldursonar, og fluttu þeir fjölda laga í minningu föðurs síns sem var mikill stuðningsmaður íþrótta í Keflavík. Axel Jónsson veitingamaður bar fram frábæra sjávarréttasúpu og á hann þakkir skyldar. Vill badmintondeild Keflavíkur færa þeim þakkir sem gerðu þessa aðstöðu að veruleika.

fh. badmintondeildarinnar

Dagbjört Ýr Gylfadóttir