Fréttir

Badminton | 1. nóvember 2007

Sparisjóðsmót

Sparisjóðsmót Keflavíkur 2007 verður haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut sunnudaginn 4.nóvember. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna í opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild.

Nú er tækifæri fyrir þá unglinga sem æfa badminton, en eru ekki í fremstu röð í sínum flokki, að koma saman og keppa við þá sem eru svipaðir að styrkleika.

Flokkurinn U-11 verður spilaður á 2 tímum frá kl. 10-12 og á þeim tíma spila krakkarnir eins marga leiki og hægt er! Enginn sigurvegari og enginn sem tapar. Spiluð er 1 lota upp í 21.

Í U-13 og U-15 flokkum verður keppt í einliða- og tvíliðaleik. Þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik fara í aukaflokk. Þannig fá allir í það minnsta tvo leiki. Keppni í þessum flokkum hefst kl. 12 og verður leikið fram eftir degi.

Vonandi sjá sem flestir foreldrar og aðrir áhugafólk sér fært um að koma og horfa á .