Sparisjóðsmót
Sunnudaginn 4.nóvember síðastliðinn var hið árlega unglingamót Sparisjóðs Keflavíkur í badminton haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þetta hefur verið árlegur viðburður í all mörg ár. Og verið eitt fjölmennasta badmintonmót unglinga yngri en 15 ára. Í ár varð engin breyting þar á enda keppendur um 130 sem mættu til leiks, frá 9 félögum. Keppt var í þremur flokkum það er úrsláttarkeppni með aukaflokki í aldurshópunum u-15 og u-13 en riðla fyrir komulag í aldurshópnum u-11 sem var fjölmennastur. Keppendur í u-11 fengu allir viðurkenningu fyrir þátttöku og fékk hver keppandi að spila 4-5 leiki en engöngu var leikinn einliðaleikur , og mæltist þetta mjög vel fyrir. Í hinum aldurshópunum var leikið með útslátar fyrirkomulagi með aukaflokki í einliðaleik, og einnig var leikin tvíliðaleikur þar. Mótið fór í alla staði mjög vel fram, og var stýrt af röggsemi af Jónasi Þorsteinssyni mótstjóra. Vill stjórn Badmintondeildar Keflavíkur þakka Sparisjóðnum í Keflavík fyrir stuðninginn.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
Í flokki stúlkna u-15 einliðaleik 1. Bjarndís H. Blöndal Hamar
2. Ösp Baldursdóttir Hamar
C-1. Móeiður Þorvaldsdóttir Hamar
C-2. Freyja Jökulsdóttir BH
Í flokki stúlkna u-13 einliðaleik 1. Unnur B. Elíasdóttir TBR
2. Sóley R. Þórðardóttir UDN
C-1. Lísa M. Sigurðardóttir UDN
C-2. Kolbrún R. Sæmundsdóttir UDN
Í flokki drengja u-15 einliðaleik 1. Imesha Chaturanga KR
2. Helgi Óskarsson BH
C-1. Halldór Blöndal BH
C-2. Haraldur Jónsson Keflavík
Í flokki drengja u-13 einliðaleik 1. Jan H. Hansen Hamar
2. Magnús B. Böðvarsson UDN
C-1. Halldór A. Axelsson ÍA
C-2. Arnór T. Finnson UMSB
Í flokki stúlkna u-15 tvíliðaleik 1. Ösp Baldursdóttir og Bjarndís H. Blöndal Hamar
2. Móeiður Þorvaldsd. og Ísfold Grétarsd. Hamar/UMSB
Í flokki stúlkna u-13 tvíliðaleik 1. Lísa M. Sigurðard. og Kolbrún R. Sæmundsd. UDN
2. Árný B. Brynjólfsd. og Sóley R. Þórðard. UDN
Í flokki drengja u-15 tvíliðaleik 1. Hákon F. Kristjánsson og Jan H. Hansen Hamar
2. Helgi Óskarsson og Halldór Blöndal BH
Í flokki drengja u-13 tvíliðaleik 1. Kristófer D. Finnson og Davíð B. Björnsson TBR
2. Leifur Þorbjarnarson og Þórir G. Þorbjarnarson KR
U-11 þátttakendur